Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 13. apríl 2021 17:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekkert sem við áttum að vera stoppa leikinn út af"
Icelandair
Markinu fagnað
Markinu fagnað
Mynd: Getty Images
Karólína Lea
Karólína Lea
Mynd: Getty Images
Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli í æfingaleik á Ítalíu í dag. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði mark Íslands með góðu skoti á 40. mínútu og jafnaði leikinn.

Annamaria Serturini, leikmaður ítalska liðsins, sat á vellinum og kveinkaði sér eftir návígi við leikmann íslenska liðsins. Þau Þorsteinn Halldórsson, landsliðsjálfari, og Andrea Rán Hauksdóttir, leikmaður landsliðsins, voru spurð út í jöfnunarmarkið á fréttamannafundi eftir leik.

Sjá einnig:
Önnur svör Þorsteins á fundinum
Andrea Rán hló á fréttamannafundi - „Jafntefli fínt fyrir mig"

Andrea spurð: Það liggur leikmaður Ítala meiddur þegar Karólína jafnar. Hefðum við átt að stoppa og hvað sögðu Ítalarnir við þessu?
„Stoppa og ekki stoppa. Það var mjög mikið af atvikum í þessum leik þar sem hefði átt að stoppa. T.d. þegar Karólína fékk höfuðmeiðsl í miðjum leik, þá var ekki stoppað. Ég gat ekki séð að það hefði átt að stoppa í þessu atviki, hún liggur þarna niðri og það var bara áfram gakk, við höldum áfram og Berglind leggur boltann á Karólínu sem klárar – þvílík gæði,“ sagði Andrea.

Þorsteinn spurður: Það liggur ítalskur leikmaður þegar Karólína jafnar. Var það eitthvað sem Ítalarnir kvörtuðu yfir?
„Nei, það sagði enginn neitt þegar hún lá þarna. Þær eru náttúrulega svo vanar að leikmenn liggi út um allan völl, þannig það er ekki alltaf hægt að stoppa. Það er dómarans að stoppa þetta, þannig eru reglurnar og meðan hann stoppar þetta ekki þá höldum við bara áfram."

„Þetta voru engin alvarleg meiðsli og hún var staðin upp þegar boltinn var kominn á miðjuna. Þetta var ekkert sem við áttum að vera stoppa leikinn út af. Hefði þetta verið alvarlegt þá hefði maður skilið ef leikurinn hefði verið stoppaður en eitthvað klafs og leikmaðurinn liggur og vælir yfir því, þú stoppar ekki leikinn út af því.“


Andrea talaði um að það hafi verið höfuðmeiðsl hjá Karólínu, var það eitthvað?
„Ég bara hef ekki hugmynd um það, ég held að það hafi ekki verið neitt, hún versnaði allavega ekkert við það,“ sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner