þri 13. apríl 2021 22:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Líklegra núna að hann fari til að taka við landsliðinu"
Flick á hliðarlínunni í kvöld.
Flick á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Getty Images
Hansi Flick, aðalþjálfari Bayern, opnaði sig á blaðamannafundi fyrir leik PSG og Bayern í kvöld. Flick sagði það hreint út að hann væri með verri leikmannahóp en hann var með á síðustu leiktíð.

Líkur eru taldar á því að Flick taki við þýska landsliðinu í sumar þegar Joachim Löw hættir með landsliðið. Hann gæti því verið á förum frá þýsku meisturunum.

Evrópumeistararnir eru fallnir úr leik í Meistaradeildinni á útivallarmörkum en PSG skoraði fleiri útivallarmörk í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum.

Sjá einnig:
Barátta um völdin hjá Bayern - Flick gæti gengið í burtu

Þýski knattspyrnublaðamaðurinn Raphael Honigstein tjáði sig á BBC Radio 5 Live í kvöld. Hann tjáði sig um stöðu Flick.

„Spurningin er hvað Hansi Flick mun segja? Þeir bíða eftir svari frá honum. Það eru miklar væntingar um að hann muni sýna hvað hann er með á hendi og hvort hann verði áfram eða ekki," sagði Honigstein.

„Sigur hefði styrkt stöðu hans hjá félaginu, núna þegar liðið er dottið út þá er líklegra að hann fari til að taka við landsliðinu."

„Bayern er þvingað til að taka ákvörðun á næstunni. Það er búist við því í Þýskalandi að Julian Nagelsmann (þjálfari RB Leipzig) verði næsti stjóri Bayern,"
sagði Honigstein.
Athugasemdir
banner
banner
banner