Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 13. apríl 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Man City að kaupa brasilískt undrabarn frá Fluminense
Pep Guardiola er að fá efnilegan leikmann
Pep Guardiola er að fá efnilegan leikmann
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið hefur komist að samkomulagi við brasilíska félagið Fluminense um kaup á Kayky. Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá þessu á Twitter.

Kayky er aðeins 17 ára gamall en hann hefur spilað sex leiki fyrir aðallið Fluminense þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp eitt.

Hann er einn eftirsóttasti leikmaðurinn í Brasilíu um þessar mundir en enska félagið Manchester City er að ganga frá kaupum á honum.

Samkvæmt Fabrizio Romano þá mun Kayky ganga til liðs við Man City sumarið 2022 en félögum er ekki heimilt að kaupa leikmenn frá Brasilíu sem ekki hafa náð 18 ára aldri.

Hann mun gera fimm ára samning við félagið en Man City greiðir 8,7 milljón punda fyrir leikmanninn fyrir utan bónusgreiðslur. Fluminense fær þá prósentu af næstu sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner