Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 13. apríl 2021 23:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini ánægður með nýliðana - „Á eftir að verða frábær leikmaður"
Icelandair
Hafrún í leiknum í dag
Hafrún í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Karitas gekk í raðir Blika í vetur
Karitas gekk í raðir Blika í vetur
Mynd: Breiðablik
Þær Karitas Tómasdóttir og Hafrún Rakel Halldórsdóttir léku sína fyrstu landsleiki gegn Ítalíu. Karitas kom inn á í hálfleik á laugardag og spilaði síðustu mínútur leiksins í dag.

Hafrún kom inn á undir lokin á laugardag og lék allan leikinn í dag í hægri bakverðinum. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var spurður út í nýliðana á fréttamannafundi í dag.

Ef þú horfir heilt yfir verkefnið, varstu sáttur við það sem þú sást frá Karitas og Hafrúnu?

„Já, mjög svo. Hafrún spilaði vel í dag, var góð og vann sig vel inn í leikinn. Hún er nýliði, kemur inn og fær á sig mark eftir ég veit ekki hvað margar sekúndur. Hún vinnur sig vel inn í leikinn," sagði Steini.

„Karitas kemur alltaf með kraft inn á miðsvæðið og það er dugnaður í henni. Hún þarf að halda áfram að vinna í því að skýla bolta og spila boltanum frá sér. Ef hún nær því mjög vel í bland við kraftinn sinn þá á hún eftir að verða frábær leikmaður. Hún er reyndar góð en hún á eftir að verða ennþá betri,“ bætti Steini við.

Önnur svör Þorsteins á fundinum:
Ekki ætlunin að búa til einhvern svakalegan Tiki-taka bolta
„Ekkert sem við áttum að vera stoppa leikinn út af"
Berglind Rós spilaði lítið - „Planið var að allar fengju að spila"
Athugasemdir
banner
banner
banner