Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. maí 2019 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hazard telur sigur í Evrópudeildinni bjarga tímabilinu
Mynd: Getty Images
Eden Hazard er ekki sérlega sáttur með tímabilið sem Chelsea hefur átt. Sigur gegn Arsenal í úrslitaleik Evrópudeildarinnar myndi þó bjarga tímabilinu.

Chelsea tapaði úrslitaleik deildabikarsins í vetur og lýkur keppni í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég myndi gefa þessu tímabili 6,5 af 10. Ef við vinnum úrslitaleikinn í Bakú þá 7,5. Við þurfum að bæta okkur talsvert til að geta barist við Liverpool og Manchester City," sagði Hazard.

„Hvernig getum við bætt okkur ef við erum í félagsskiptabanni? Við getum það kannski ef við höldum áfram að spila með sama leikstíl og áherslur og á þessu tímabili.

„Við erum besta liðið í London, á því leikur enginn vafi. Það er ótrúlega mikil samkeppni í enska boltanum."


Ólíklegt er að Hazard verði áfram leikmaður Chelsea á næsta tímabili enda er mikill áhugi frá Real Madrid. Christian Pulisic, tvítugur kantmaður Dortmund, er séður sem arftaki Belgans.
Athugasemdir
banner
banner
banner