banner
   mán 13. maí 2019 19:03
Ívan Guðjón Baldursson
Hjörtur í sigurliði - Slæm byrjun Norrköping heldur áfram
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það voru þrír Íslendingar sem voru að ljúka keppni í þremur stærstu deildum Norðurlandanna.

Í Danmörku var Hjörtur Hermannsson á sínum stað í hjarta varnarinnar hjá Bröndby sem lagði Nordsjælland að velli, 2-0. Næsti leikur liðsins er bikarúrslitaleikur gegn Midtjylland á föstudaginn.

Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildartímabilinu og er Bröndby fimm stigum frá Evrópusæti.

Guðmundur Þórarinsson spilaði þá á miðjunni í 1-2 tapi Norrköping gegn Gautaborg í sænska boltanum. Gummi er vanur að spila sem vængbakvörður en er afar fjölhæfur leikmaður.

Norrköping hefur farið illa af stað í ár og er aðeins með 8 stig eftir 8 fyrstu umferðirnar. Liðið endaði í öðru sæti í fyrra, tveimur stigum eftir AIK.

Í Noregi lék Samúel Kári Friðjónsson allan tímann á miðjunni í markalausu jafntefli Viking gegn Stromsgodset.

Viking fór vel af stað en er aðeins búið að ná í tvö stig úr síðustu fjórum umferðum.

Bröndby 2 - 0 Nordsjælland
1-0 M. Uhre ('30)
2-0 D. Kaiser ('35)

Norrköping 1 - 2 Göteborg
0-1 P. Karlsson ('10)
1-1 L. Gerson ('39)
1-2 G. Kharaishvili ('83)

Stromsgodset 0 - 0 Viking
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner