Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. maí 2019 18:20
Ívan Guðjón Baldursson
Holebas fer ekki í leikbann - Getur spilað úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Jose Holebas, vinstri bakvörður Watford, fékk rautt spjald í 1-4 tapi gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Rauða spjaldið var kolrangt og var Javi Gracia, stjóri Watford, ekki sáttur í viðtali eftir leik. Watford áfrýjaði með góðum árangri og rauða spjaldið ógildað.

Holebas fer því ekki í leikbann og getur spilað úrslitaleik enska bikarsins gegn Manchester City.

„Hann getur ekki misst af úrslitaleiknum útaf þessu. Það er aldrei, aldrei rautt spjald á þetta brot. Hann má ekki missa af úrslitaleiknum," sagði Gracia eftir leikinn gegn West Ham.

Holebas, sem verður 35 ára í sumar, er grískur og hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Watford undanfarin fjögur ár.
Athugasemdir
banner