Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. maí 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
FIFA færir nokkur mót - Ársþingið verður netviðburður
Mynd: Getty Images
Það er búið að færa Heimsmeistaramót kvenna U20 ára, sem átti að fara fram í ágúst, fram í janúar 2021.

Mótið fer fram í Kosta Ríka og Panama og átti að spila það í ágúst og september. Því hefur hins vegar verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

FIFA hefur nú greint frá því að mótið verði spilað frá 20. janúar til 6. febrúar á næsta ári. Þeir leikmenn sem verða orðnar eldri en reglur leyfa þegar mótið fer fram mega taka þátt á mótinu ef þær höfðu aldur til þess þegar mótið átti upprunalega að fara fram.

FIFA hefur einnig tekið aðrar ákvarðanir eins og að HM U17 kvenna í Indlandi fari fram í febrúar og næsta ári og að Heimsmeistaramótið í Futsal, innanhúss fótbolta, fari fram í Litháen september og október á næsta ári.

Þá hefur Alþjóðknattspyrnusambandið einnig tilkynnt að ársing FIFA verði núna netviðburður þann 18. september.
Athugasemdir
banner
banner