Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arna Sif spilar ekki gegn Breiðabliki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ágrímsdóttir verður ekki klár í slaginn með Þór/KA gegn Breiðabliki í þriðju umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Arna hefur verið á láni hjá skoska félaginu Glasgow City undanfarna mánuði þar sem hún hefur spilað mjög vel, en hún mun spila með Þór/KA í sumar.

„Hún þarf að fara í sóttkví þannig að hún missir af leiknum við Breiðablik," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA, eftir tap gegn Selfossi á þriðjudag.

„Hún verður klár í leikinn eftir það."

Andri sagði jafnframt í viðtalinu að það væru 2-3 vikur í að Margrét Árnadóttir kæmi til baka úr meiðslum og að Agnes Birta Stefánsdóttir gæti svo dottið inn frá Bandaríkjunum þar sem hún er í námi.

Þór/KA er með þrjú stig eftir tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna. Leikurinn við Breiðablik er á laugardag.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Andra í heild hér að neðan.
Andri Hjörvar: Verða gjöra svo vel að vera á tánum allan leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner