Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. maí 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Haukur Heiðar um hlaupastílinn: Hreyfigetan í hnénu orðin slæm
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaupastíll Hauks Heiðars Haukssonar, leikmanns KA, hefur vakið athygli eftir endurkomu hans í íslenska boltann. Haukur haltrar einhvern veginn á sprettinum og erfitt að missa af því ef maður horfir á hann í leikjum.

Haukur hefur glímt við erfið hnémeiðsli á sínum ferli og fór í mikla aðgerð á síðasta ári. Haukur kom inn á í leiknum gegn KR í síðustu viku og var í byrjunarliði KA gegn Leikni í gær.

„Þetta er bara út af hvernig hnéð á mér hefur þróast eftir aðgerðirnar. Það er ekki það að ég finni eitthvað til, það er meira bara hreyfigetan í hnénu er orðin slæm," sagði Haukur.

„Mér líður fínt núna en ég var farinn að finna fyrir krampa á nokkrum stöðum á 70. mínútu. Eigum við ekki að sjá hvernig næstu dagar verða? Eins og mér líður núna þá ætti ég að vera klár," sagði Haukur aðspurður út í þétta leikjadagskrá og hvort hann væri klár í næsta leik. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.


Haukur Heiðar verkjalaus: Get ekki beitt mér eins og áður
Athugasemdir
banner
banner
banner