Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hundfúl með að ég hafi tekið hana út af á 80. mínútu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmfríður Magnúsdóttir er mætt aftur á fótboltavöllinn eftir stutta pásu.

Hólmfríður tilkynnti eftir að tímabili hennar í Noregi lauk síðastliðið haust að hún væri hætt. Sú ákvörðun stóð þó ekki lengi og fyrir skömmu var það tilkynnt að hún ætlaði sér að spila með liði Selfoss í sumar.

Hún hefur farið vel af stað í sumar með Selfossi sem er á toppi Pepsi Max-deildarinnar eftir tvo leiki með fullt hús stiga.

„Hún gefur okkur ótrúlega mikið. Talandi um að hugsa vel um sig, hún er að verða 37 ára og var hundfúl að ég hafi tekið hana út af á 80. mínútu. Hún vill alltaf spila 90 mínútur plús," sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir sigur á Þór/KA í vikunni.

„Hún er yndisleg og ótrúlega skemmtilegt að hafa hana."

Hægt er að horfa á viðtalið við Alfreð Elías hér að neðan.
Alfreð Elías: Ótrúlega skemmtilegt lið í making
Athugasemdir
banner
banner