Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. maí 2021 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvaða leið fer Pepsi Max-deildin eftir óvænta umferð?
ÍBV lagði Breiðablik mjög óvænt.
ÍBV lagði Breiðablik mjög óvænt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild kvenna hefur farið skemmtilega af stað þetta sumarið.

Fyrir fram bjóst líklega flest fólk við því að Breiðablik og Valur myndu stinga af, líkt og þau hafa gert síðustu ár.

Það gæti enn auðvitað gerst enda erfitt að spá í stöðuna eftir aðeins tvær umferðir.

Úrslitin í annarri umferð deildarinnar gefa hins vegar fyrirheit um að mótið í ár verði meira spennandi en það hefur verið síðustu ár, þá á toppi deildarinnar. Breiðablik tapaði mjög óvænt 4-2 fyrir ÍBV og Valur markalaust jafntefli við Þrótt.

Það verður áhugavert að sjá hvaða leið deildin fer núna; hvort að Valur og Breiðablik vinni alla leiki núna eða hvort hin lið deildarinnar nái að stríða þeim meira en þau gerðu í fyrra.

Þriðja umferð Pepsi Max-deildarinnar verður leikin í heild sinni á laugardaginn.

laugardagur 15. maí

Pepsi-Max deild kvenna
13:00 Tindastóll-ÍBV (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)
14:00 Keflavík-Þróttur R. (HS Orku völlurinn)
16:00 Breiðablik-Þór/KA (Kópavogsvöllur)
16:00 Selfoss-Stjarnan (JÁVERK-völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner