Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 13. maí 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Kjartan Henry: Vildi ekki koma til Íslands í hjóla­stól
Hefði aldrei getað séð mig fyr­ir mér í einhverjum öðrum bún­ingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað í Danmörku
Marki fagnað í Danmörku
Mynd: Getty Images
Kjartan Henry Finnbogason gekk í raðir KR í gær frá Esbjerg. Hann fékk að rifta samningi sínum við danska félagið því liðið átti ekki lengur möguleika á því að komast upp í efstu deild. Kjartan náði að gera það í tæka tíð áður en félagaskiptaglugginn lokaði á Íslandi í gærkvöldi.

Kjartan gekk í raðir Esbjerg frá Horsens í upphafi árs og planið var að hann kæmi til Íslands í sumarglugganum. KR er uppeldisfélag Kjartans og lék hann með meistaraflokki félagsins á árunum 2003 og 2004 áður en hann hélt erlendis og svo aftur á árunum 2010-2014. Kjartan, sem verður 35 ára í sumar, skrifar undir þriggja ára samning við KR.

„Ég vildi ekki koma til Íslands í hjóla­stól, ég vildi koma heim í góðu standi og finnst það mjög spennandi,“ sagði Kjartan Henry í samtali við Gunnar Egil Daníelsson hjá Morgunblaðinu.

Sögusagnir voru um að fleiri félög á Íslandi höfðu áhuga á Kjartani og hefur Valur verið nefnt á nafn. Kjartan staðfestir að fleiri félög höfðu samband.

„Já, bæði ég per­sónu­lega og umboðsmaður­inn minn feng­um nokk­ur sím­töl. Það var al­veg eitt­hvað svo­leiðis í gangi en KR var alltaf núm­er eitt hjá mér og ég hefði aldrei getað séð mig fyr­ir mér í einhverjum öðrum bún­ingi en KR-bún­ingn­um heima á Íslandi.“

„KR-ing­ar voru bún­ir að hafa sam­band við mig fyr­ir löngu síðan þar sem ég fékk að vita að þegar ég væri til­bú­inn að koma heim væri ég vel­kom­inn aft­ur og svo var þetta ekki lengi gert,"
sagði Kjartan í samtali við Morgunblaðið.

Kjartan er sem stendur í sóttkví en gæti verið í leikmannahópi KR á mánudag gegn Val ef niðurstaða úr seinni skimun berst í tæka tíð. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, tjáði sig um Kjartan í viðtali við Hafliða Breiðfjörð í gær. Það viðtal má sjá hér að neðan.
Rúnar Kristins: Flott taktík hjá þeim og skemmtileg
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner