Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. maí 2021 11:50
Elvar Geir Magnússon
Lampard orðaður við Palace - Sancho vill fara til Man Utd
Powerade
Lampard.
Lampard.
Mynd: Getty Images
Eduardo Camavinga.
Eduardo Camavinga.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan uppstigningardag. Lampard, Flick, Kane, Haaland, Sancho, Romero, Parker, Berge, Camavinga og fleiri koma við sögu í slúðurpakkanum í dag.

Frank Lamard, fyrrum stjóri Chelsea, er talinn líklegastur til að taka við sem stjóri Crystal Palace. Samningur Roy Hodgson rennur út eftir tímabilið. (Telegraph)

Barcelona hefur haft samband við umboðsmenn Hansi Flick, fráfarandi stjóra Bayern München, en framtíð Ronald Koeman er í óvissu. (ESPN)

Harry Kane (27) verður fastur hjá Tottenham nema Pep Guardiola ákveði að kaupa hann til Manchester City frekar en Erling Haaland (20) frá Dortmund. (Sun)

Hans-Joachim Watzke, framkvæmdastjóri Dortmund, segir að Haaland verði hjá félaginu á næsta tímabili. (ESPN)

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir að það sé ómögulegt að fá Haaland vegna verðmiðans sem er á honum. (Goal)

Jadon Sancho (21) hjá Dortmund ýtir á umboðsmann sinn að ganga frá skiptum til Manchester United. (Manchester Evening News)

Manchester United hefur áhuga á argentínska miðverðinum Cristian Romero (21) hjá Atalanta. Hinn hollenski Sven Botman (21) hjá Lille og Frakkinn Jules Kounde (22) hjá Sevilla eru einnig á blaði. (Sky Sports)

Eddie Howe, fyrrum stjóri Bournemouth, hefur samþykkt að verða nýr stjóri Celtic. (TalkSport)

Tottenham mun á komandi dögum funda með mönnum sem eru á lista yfir mjögulega stjóra. Scott Parker hjá Fulham er þar á blaði en félagið hefur gefist upp á að reyna við Brendan Rodgers. )(Football Insider)

Senegalski framherjinn Abdallah Sima (19) hjá Slavia Prag vill fara í ensku úrvalsdeildina. Arsenal og West Ham hafa áhuga. (Standard)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, býst ekki við að hafa mikið fjármagn til leikmannakaupa í sumar. (iNews)

Jonathan Barnett, umboðsmaður Eduardo Camavinga (18) hjá Rennes, segir að mörg tilboð frá stórum félögum hafi borist. (Goal)

Ian Wright, sérfræðingur BBC, telur að Yves Bissouma (24) hjá Brighton eigi að hafna Liverpool og ganga í raðir Manchester United í sumar. (Metro)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill fá tvo nýja bakverði, miðjumann, sóknarmann og markmann í sumar. (Goal)

Arsenal hefur áhuga á að fá Sander Berge (23), norskan miðjumann Sheffield United. (Yorkshire Live)

Lukas Nmecha (22), sóknarmaður Manchester City, er á óskalistum félaga í úrvalsdeildinni og Bundesligunni. Þetta segir faðir hans. Nmecha hefur skorað 18 mörk í 37 leikjum fyrir Anderlecht í Belgíu þar sem hann er á láni. (The Boot Room)

Sheffield Wednesday hefur áhuga á David Agbontohoma (19), miðverði Southampton. (Yorkshire Live)

Barcelona hefur haft samband við markvörðinn Gianluigi Buffon (43) sem mun yfirgefa Juventus eftir tímabilið. (Foot Mercato)

Enska úrvalsdeildin hefur gert nýjan þriggja ára samning við Sky Sports, BT Sport og Amazon Prime um útsendingar frá deildinni. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner