Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laporte á leið í spænska landsliðið
Aymeric Laporte.
Aymeric Laporte.
Mynd: EPA
Aymeric Laporte mun spila fyrir Spán á Evrópumótinu í sumar. Vefmiðillinn Goal kveðst hafa heimildir fyrir þessu.

Spænska knattspyrnusambandið er að bíða eftir staðfestingu frá FIFA til að geta valið Laporte í landsliðið.

Laporte, sem er 26 ára, er fæddur í Frakklandi og spilaði fyrir yngri landslið Frakka en hann hefur aldrei spilað fyrir A-landsliðið sem er í raun ótrúlegt miðað við það hve öflugur hann hefur verið fyrir Manchester City.

Laporte er af baskaættum en hann spilaði í átta ár með Athletic Bilbao á Spáni.

Laporte mun víst klæðast búningi Spánar í sumar og það gerir vörn þeirra enn sterkari.
Athugasemdir
banner
banner