Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 13. maí 2021 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Siggi virkilega ánægður með Leiknisljónin - „Geggjaðir gæjar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var spurður hvort það væri eitthvað jákvætt sem hann gæti tekið úr leiknum í gær. Leiknir tapaði 3-0 gegn KA á Dalvík.

„Já, það jákvæða er hvernig við komum út í seinni hálfleikinn, klárlega. Fyrstu tíu mínúturnar, þetta er eiginlega í fyrsta skiptið sem þeir fara almennilega yfir miðju þegar þeir fá vítið þannig ég var mjög ánægður með þær mínútur," sagði Sigurður.

Það er annað jákvætt sem Leiknismenn geta tekið úr leiknum í gær. Stuðningsmenn liðsins, Leiknisljónin, létu vel í sér heyra og studdu sitt lið allan leikinn. Fréttaritari hafði mest gaman af því þegar þeir tóku part úr stuðningsmannalagi Þórs í léttu sprelli. Þór og KA eru nágrannaliðin á Akureyri.

„Virkilega, geggjaður. Ég hef ekki náð að hrósa þeim nægilega mikið í viðtölum. Geggjaðir gæjar," sagði Sigurður um stuðning Leiknisljónanna.
Siggi Höskulds: Þetta var bara klaufagangur í okkur
Athugasemdir
banner