Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 13. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þetta er brot sem getur endað feril hjá mönnum og á ekki að sjást"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Octavio Paez fór í ljóta tæklingu á Kára Gautason á 84. mínútu leiks KA og Leiknis í gærkvöldi. Octavio, leikmaður Leiknis, fékk verðskuldað rautt spjald fyrir tæklinguna.

Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, vonaðist eftir því að sinn leikmaður færi í lengra en eins leiks bann fyrir tæklinguna og var mjög ósáttur með hann í þessu atviki.

Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var spurður út í þetta atvik í viðtali eftir leik.

„Þau verða ekkert mikið rauðari spjöldin. Það er virkilega ljótt að sjá þetta. Mér finnst þetta hálfpartinn eins og að taka langstökk og á fleygiferð. Það leit þannig út að hann hoppar, dregur lappirnar til baka. Þetta er brot sem þú vilt ekki sjá. Hefði Kári staðið í lappirnar þá hefði hann bara mölbrotið þær. Þetta er svona brot sem getur endað feril hjá mönnum og á ekki að sjást," sagði Addi.

Sjá einnig:
Myndband: Galin tækling hjá leikmanni Leiknis
Athugasemdir
banner
banner
banner