fim 13. maí 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland í dag - Bikarúrslitaleikurinn sjálfur
Leipzig hefur aldrei unnið keppnina áður.
Leipzig hefur aldrei unnið keppnina áður.
Mynd: Getty Images
Það er titill í boði í Þýskalandi í dag þegar RB Leipzig og Borussia Dortmund eigast við.

Þetta er sjálfur úrslitaleikurinn í þýsku bikarkeppninni. Flautað verður til leiks klukkan 18:45 á Ólympíuvellinum í Berlín.

Leipzig lagði Werder Bremen að velli í framlengdum leik í undanúrslitunum á meðan Dortmund valtaði yfir Holstein Kiel, 5-0.

Dortmund hefur unnið þessa keppni fjórum sinnum, síðast 2017. Liðið hefur komist níu sinnum í úrslitaleikinn. RB Leipzig hefur aldrei unnið keppnina en einu sinni komist í úrslitaleikinn. Liðið tapaði fyrir Bayern í úrslitum 2019.

Hvað gerist í kvöld?

fimmtudagur 13. maí

GERMANY: National cup
18:45 RB Leipzig - Dortmund (Viaplay
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner