Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. maí 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vonandi að maður hætti þessu rugli og haldist heill"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson var í byrjunarliði KA gegn Leikni og valdi ég hann mann leiksins í 3-0 sigrinum í gær. Þorri kom inn á gegn KR í 2. umferð í hægri bakvarðarstöðuna og lék í henni í gær. Þorri segir þá stöðu vera sína framtíðarstöðu.

Hann var frá í fyrra vegna meiðsla og hefur einnig verið gjarn á að togna í gegnum tíðina.

„Já og síðan fótbrotnaði ég í fyrra og var að stíga upp úr því í vetur," sagði Þorri um meiðslin.

„Það kom smá bakslag og ég er núna að detta aftur inn. Það er vonandi að maður hætti þessu rugli og haldist heill."

„Ég er mjög spenntur fyrir sumrinu, flottur hópur allir rosa jákvæðir fyrir þessu. Þegar allir koma inn þá verður þetta mjög spennandi og gott að hafa samkeppni,"
sagði Þorri sem lék á sínum gamla heimavelli í gær.

„Ég er gríðarlega sáttur við hann Þorra, hann er búinn að koma alveg gríðarlega sterkur inn. Hann var virkilega flottur í dag eins og hann kom inn gegn KR," sagði Arnar Grétarsson. þjálfari KA, um Þorra í viðtali eftir leikinn.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Þorri Mar: Myndi segja að það sé mín framtíðarstaða
Athugasemdir
banner
banner
banner