Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 13. maí 2022 21:06
Victor Pálsson
Lengjudeildin: Fjölnir fór illa með Þór - Fyrsta stig Kórdrengja
Lengjudeildin
Hákon gerði tvö.
Hákon gerði tvö.
Mynd: Fjölnir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Önnur umferð Lengjudeildar karla er farin af stað og voru þrír leikir spilaðir í kvöld. Umferðin hófst með leik HK og KV þar sem HK hafði betur, 3-1.


Í kvöld fóru fram mjög áhugaverðir leikir og þar á meðal leikur Kórdrengja og Fylkis sem var spilaður á Framvelli.

Kórdrengir fengu sitt fyrsta stig í vetur í kvöld en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem heimaliðið komst yfir með marki frá Daníel Gylfasyni.

Daníel skoraði fyrsta mark leiksins á 39. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson sá um að jafna metin fyrir Fylki þegar hálftími lifði leiks.

Fjölnir er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar eftir leik við Þór á heimavelli í kvöld og voru Grafarvogsbúar í stuði.

Fjölnir vann sannfærandi 4-1 sigur á Þórsurum þar sem bæði Andri Freyr Jónasson og Hákon Ingi Jónsson gerðu tvö mörk.

Harley Willard tókst að laga stöðuna fyrir Þór í 3-1 undir lok leiks áður en Hákon bætti við sínu öðru marki.

Gary Martin og Gonzalo Zamorano komust þá báðir á blað fyrir lið Selfoss sem lagði Gróttu með tveimur mörkumn gegn einu.

Selfoss er líkt og Fjölnir með sex stig eftir tvo leiki og var Grótta að tapa sínum fyrsta leik í sumar.

Kórdrengir 1 - 1 Fylkir
1-0 Daníel Gylfason ('39 )
1-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('70 )

Lestu um leikinn

Fjölnir 4 - 1 Þór
1-0 Andri Freyr Jónasson ('26 )
2-0 Andri Freyr Jónasson ('40 )
3-0 Hákon Ingi Jónsson ('53 , víti)
3-1 Harley Bryn Willard ('87 )
4-1 Hákon Ingi Jónsson ('88 )

Rautt spjald: Úlfur Arnar Jökulsson , Fjölnir ('28) Lestu um leikinn

Selfoss 2 - 1 Grótta
1-0 Gary John Martin ('36 )
2-0 Gonzalo Zamorano Leon ('40 )
2-1 Ólafur Karel Eiríksson ('43 )

Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner