mið 13. júní 2018 20:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Fyrrum Man Utd maður með tvö í rótbursti á Gróttu
Signey skoraði tvennu.
Signey skoraði tvennu.
Mynd: Vestri
Vestri gerði sér lítið fyrir og rústaði Gróttu í 2. deild karla í kvöld. Tveir leikir eru búnir í deildinni.

Gróttu var fyrir mót spáð sigri í deildinni af þjálfurum og fyrirliðum og tapið í kvöld kemur því mjög á óvart. Leikurinn fór 6-0 fyrir Vestramenn, sem hafa verið í vandræðum í upphafi móts og töpuðu meðal annars síðasta leik sínum fyrir Tindastól, liðinu sem var spáð neðsta sætinu fyrir tímabil. Einnig ber að geta að Tindastóll var án stiga fyrir leik sinn við Vestra.

Tindastóll tapaði 3-1 fyrir Hetti í kvöld en á sama tíma vann Vestra 6-0 sigur á Gróttu.

Joshua Ryan Signey, leikmaður sem spilaði í akademíu Manchester United til 19 ára aldurs, kom Vestra í 2-0 í fyrri hálfleiknum og í seinni hálfleiknum bættu Sergine Modou Fall og Zoran Plazonic við fjórum mörkum til viðbótar.

Þess má geta að Josh Signey og Zoran Plazonic voru að skora sín fyrstu mörk í 2. deildinni í sumar.

Vestri er núna í sjöunda sæti með tveimur stigum minna en Grótta. Höttur er komið upp í níunda sæti og Tindastóll er í 11. sæti.

Vestri 6 - 0 Grótta
1-0 Joshua Ryan Signey ('21)
2-0 Joshua Ryan Signey ('34)
3-0 Sergine Modou Fall ('52)
4-0 Zoran Plazonic ('58)
5-0 Sergine Modou Fall ('82)
6-0 Zoran Plazonic ('88)

Höttur 3 - 1 Tindastóll
1-0 Ignacio Gonzalez Martinez ('40)
2-0 Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('47)
2-1 Arnar Ólafsson ('41)
3-1 Ignacio Gonzalez Martinez ('54)

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner