mið 13. júní 2018 21:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
2. deild: Nýliðar Þróttar komnir á toppinn
Viktor Smári var á skotskónum. Hér er hann með ungum Þrótturum.
Viktor Smári var á skotskónum. Hér er hann með ungum Þrótturum.
Mynd: Þróttur V.
Víðir 1 - 2 Þróttur V.
1-0 Róbert Örn Ólafsson ('13)
1-1 Ragnar Þór Gunnarsson ('15)
1-2 Viktor Smári Segatta ('87)

Þróttur Vogum lagði Víði í Garðinum í síðasta leik dagsins í 2. deild karla. Smelltu á þennan tengil til að sjá úrslit úr fyrri leikjum kvöldsins í 2. deildinni í fótbolta.

Þróttarar eru nýliðar í deildinni en hafa verið að spila frábærlega í upphafi móts. Þeir lentu undir í kvöld þegar Róbert Örn Ólafsson kom Víði yfir eftir 13. mínútu.

Forysta heimamanna var ekki langlíf því Ragnar Þór Gunnarsson jafnaði fyrir Þrótt á 15. mínútu leiksins.

Staðan var lengi 1-1 og virtist stefna í 1-1 jafntefli þegar lítið var eftir, en á 87. mínútu steig Viktor Smári Segatta upp og tryggði gestunum góðan sigur á nágrönnum sínum.

Þróttur er komið á topp 2. deildar með 18 stig úr sjö leikjum. Víðir er í níunda sæti með fimm stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner