Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. júní 2018 12:45
Magnús Már Einarsson
Guidetti: Erum betri en Danmörk og Ísland
Icelandair
John Guidetti er með mikið sjálfstraust.
John Guidetti er með mikið sjálfstraust.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
John Guidetti, framherji sænska landsliðsins, var spurður út í aðrar Norðurlandaþjóðir á HM í viðtali eftir æfingu liðsins í Rússlandi í dag.

Guidetti spilar með Alaves á Spáni en hann er einn af þekktustu leikmönnum Svía. Auk Svíþjóðar eru Danmörk og Ísland fulltrúar Norðurlandanna á HM.

„Einbeiting mín er bara á Svíþjóð. Ég bið hinar þjóðirnar afsökunar en mér er eiginlega sama um þær. Ég vona samt að þær standi sig vel og ég óska þeim alls hins besta," sagði Guidetti aðspurður út í Danmörk og Ísland.

„Við höfum sannað aftur og aftur að við erum besta liðið á Norðurlöndunum. Við mættum Dönum í umspili fyrir EM og fórum áfram en þeir ekki."

„Liðin sem við höfum mætt höfum við unnið. Við erum ekki að einbeita okkur að því núna. Við erum að einbeita okkur að Suður-Kóreu, Þýskalandi og Mexíkó. Ef við mætum vinum okkar frá Norðurlöndunum í framtíðinni þá óskum við þeim góðs gengis en vonum að þeir tapi."


Svíar unnu Ítalíu í umspili um sæti á HM síðastliðið haust. Fyrsti leikur Svía á HM er gegn Suður-Kóreu á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner