Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. júní 2018 17:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Hægt að spila í íslenska landsliðsbúningnum í Fortnite
Icelandair
Björn Bergmann er lítið fyrir FIFA en spilar Fortnite.
Björn Bergmann er lítið fyrir FIFA en spilar Fortnite.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nú þegar aðeins einn dagur er í að heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefjist er spennan í algleymingi hjá fleirum en okkur Íslendingum.

Ný uppfærsla í tölvuleiknum Fortnite hefur lekið út og mun meðal annars innihalda svokölluð 'skins' þar sem spilari getur valið landsliðsbúninga fyrir hetjuna sína.

Hægt verður klæða karakterinn í landsliðsbúning þeirra liða sem keppa á Heimsmeistaramótinu auk þess sem stór fótboltavöllur mun birtast fyrir utan Pleasant Park.

Fortnite er fjölspilunarleikur sem kom inn á tölvuleikjamarkaðinn með látum í júlí árið 2017 og varð gríðarlega stór á örfáum mánuðum. Leikurinn er ókeypis en býður upp á þá möguleika að kaupa ýmsa aukahluti fyrir karakterinn sem er spilaður.

Til gamans má geta að Harry Kane og Dele Alli, landsliðsmenn Englands hafa spilað leikinn reglulega í vetur og þá hafa strákarnir okkar viðurkennt að stytta sér stundir í Rússlandi með því að spila leikinn. Það verður því gaman að fylgjast með hvort að strákarnir hendi sér í búninginn utan vallar.




Athugasemdir
banner