Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 13. júní 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Kane: Tækifæri til að bæta upp fyrir slæmar minningar gegn Íslandi
Mynd: Getty Images
Enska landsliðið hélt í gær til Rússlands þar sem liðið hefur leik á HM á mánudaginn.

Harry Kane, fyrirliði Englands, var í viðtali hjá BBC á flugvellinum en hann var þar spurður út í 2-1 tapið gegn Íslandi á EM fyrir tveimur árum.

„Þetta voru vonbrigði gegn Íslandi og við vitum það öll. Þetta er tækifæri til að bæta upp fyrir slæmar minningar," sagði Kane.

„Við berjumst alltaf fyrir landið okkar og reynum að gera okkar besta. Vonandi getum við gert betur en á því móti."

Kane greindi einnig frá því í viðtali að leikmenn enska landsliðsins ætla að keppa í tölvuleiknum Fortnite sem og í borðtennis á milli æfinga í Rússlandi.

Smelltu hér til að sjá viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner