Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 13. júní 2018 07:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Kyle Walker vill spila í hægri bakverði á HM
Kyle Walker er leikmaður Manchester City
Kyle Walker er leikmaður Manchester City
Mynd: Getty Images
Englendingurinn Kyle Walker viðurkennir að hann vilji spila í hægri bakverði fyrir England en segist einnig vera tilbúinn að spila í þriggja hafsenta kerfi ef það hentar liðinu.

Walker vill spila í hægri bakverði, m.a. til þess að sanna sig sem besti hægri bakvörður heims.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands setti Walker sem einn af þremur hafsentinum í mars og virðist sem að hann muni spila í þeirri stöðu á heimsmeistaramótinu sem hefst á morgun.

„Ef þú spyrð mig hvar ég vilji spila, að sjálfsögðu vil ég spila í hægri bakverði," sagði Walker.

„Allan minn feril hef ég unnið að því að sanna því fyrir mér að ég geti verið bestur í heimi í minni stöðu. Ef ég sýni það á heimsmeistaramótinu gæti ég sagt það. En ég geri hvað sem er fyrir liðið."

Fyrsti leikur Englands er á mánudag gegn Túnis.
Athugasemdir
banner
banner