Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 13. júní 2018 17:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Merson segir Ísland „ekki það gott lið"
Spáir 2-0 sigri Argentínu
Icelandair
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, sparspekingur á Sky, hefur ekki mikla trú á að íslenska landsliðið nái að veita Argentínu mikla mótpyrnu á laugardaginn þegar liðin mætast í Moskvu á Heimsmeistaramótinu.

Merson spáir í fyrstu umferð HM í dag, en opnunarleikur mótsins er á morgun.

Smelltu hér til að skoða spá Merson.

Augu Íslendinga renna auðvitað að leiknum við Argentínu á laugardaginn en Merson er ekki bjartsýnn fyrir okkar hönd og spáir 2-0 sigri Argentínumanna.

„Ég held að Argentína vinni Ísland. Við munum öll eftir Íslandi eftir að þeir unnu okkur (England) á síðasta Evrópumóti, en þeir eru ekki það gott lið og í næsta leik var þeim rústað af Frakklandi. Argentína eru góðir fram á við, ég hef áhyggjur af varnarlega, en ég býst við því að þeir vinni þennan leik."

Hinum leiknum í D-riðlinum, riðli okkar Íslendinga, spáir Merson á þá vegu að Króatía vinni Nígeríu með sömu markatölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner