mið 13. júní 2018 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Merson: Sterling verður að byrja hjá Englandi
Sterling verður að byrja hjá Englandi til þess að þeir eigi einhverja von
Sterling verður að byrja hjá Englandi til þess að þeir eigi einhverja von
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn og fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, Paul Merson, segir að ef England ætlar að ná einhverjum árangri á HM þá verði Raheem Sterling að byrja.

Sterling átti flott tímabil með Manchester City og skoraði 23 mörk í öllum keppnum en Manchester City varð enskur meistari og deildabikarmeistari.

Framtíð Sterling er í einhverri óvissu eftir að hann og Manchester City náðu ekki að komast að samkomulagi um nýjan langtímasamning.

Einhverjar vangaveltur hafa verið um byrjunarlið Englands en Merson segir að Sterling verði að vera í byrjunarliðinu.

„Ég heyrði fólk stinga upp á því að Sterling myndi kannski ekki spila. Hann verður að spila, ef hann spilar ekki þá á England ekki séns," sagði Merson.

„Ég myndi setja bæði Rashford og Sterling í byrjunarliðið en ef ég þyrfti að velja annan þeirra, þá myndi ég velja Sterling."

Merson segir að England eigi séns á að gera einhverja hluti á heimsmeistaramótinu sem hefst á fimmtudag en hann vonast til að England sleppi við Brasilíu í 8-liða úrslitum.

„Þeir eiga séns. Ef við sleppum við Brasilíu get ég sé fyrir mér að við vinnum Þýskaland í 8-liða úrslitum og hver veit þá hvað gerist? Þeir sem vinna heimsmeistaramótið þurfa heppni á leið sinni að titlinum og við eigum skilið smá heppni."
Athugasemdir
banner
banner
banner