Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. júní 2018 19:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Kristján og Aron skoruðu af vítapunktinum
Kristján skoraði af vítapunktinum.
Kristján skoraði af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingaliðin Start og HamKam áttust við í 16-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í dag.

Start leikur í úrvalsdeild en HamKam er í 1. deildinni. Með HamKam leikur Orri Sigurður Ómarsson en hjá Start eru Aron Sigurðarson, Gumundur Andri Tryggvason og Kristján Flóki Finnbogason.

Kristján Flóki og Orri byrjuðu leikinn en Aron var á bekknum og Guðmundur Andri ekki í hóp.

Start byrjaði betur og leiddi 1-0 í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum jafnaði HamKam.

Þar við sat og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni kom Aron Sigurðarson inn á. Hans innkoma breytti ekki nægilega miklu í framlengingunni, það var ekkert skorað í henni.

Því var gripið til vítspyrnukeppni og þar reyndist Start hlutskarpara. Aron og Kristján Flóki skoruðu báðir af vítapunktinum en Start nýtti allar sínar spyrnur á meðan HamKam klúðraði einni.

Það verða að minnsta kosti tvö Íslendingalið í 8-liða úrslitunum. Start er komið áfram og það er Rosenborg einnig. Með Rosenborg leikur Matthías Vilhjálmsson. Hann hefur reyndar ekkert spilað á þessari leiktíð vegna erfiðra meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner