banner
   mið 13. júní 2018 12:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldinho sannfærði Kleberson að fara til Man Utd
Fór svo ekki sjálfur
Ronaldinho og Kleberson urðu heimsmeistarar 2002.
Ronaldinho og Kleberson urðu heimsmeistarar 2002.
Mynd: Getty Images
Kleberson kom til Manchester United sumarið 2003 frá Atletico Paranaense fyrir 6 milljónir punda. Sumarið áður var hann í lykilhlutverki í liði Brasilíu sem vann HM.

Kleberson náði sér ekki á strik á Englandi, meiddist og kom aðeins við sögu í 20 úrvalsdeildarleikjum á tveimur tímabilum áður en hann var seldur til Besiktas.

Kleberson lagði skóna á hilluna 2016 og sagði í nýlegu viðtali að hann hafi farið til Rauðu djöflanna því Ronaldinho, samherji hans hjá landsliðinu, var líka á leið þangað.

„Ronaldinho sagði mér að hann væri að fara til Manchester. Hann var stöðugt að segja mér að koma til Manchester," sagði Kleberson við ESPN.

„Ég vildi fara, en var óákveðinn því ég talaði ekki ensku og enginn hjá United talaði portúgölsku. Ronaldinho sannfærði mig að lokum svo ég ákvað að taka skrefið, en hann kom svo ekki."

Ronaldinho var leikmaður Paris Saint-Germain á þessum tíma og var næstum genginn til ilðs við Man Utd. Hann hætti við eftir samtal við Sandro Rosell, þáverandi forseta Barcelona, sem sannfærði hann um að koma til Spánar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner