fim 13. júní 2019 06:00
Arnar Daði Arnarsson
Bjöggi Stef er löglegur í leiknum gegn ÍA
Björgvin Stefánsson.
Björgvin Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefánsson leikmaður KR er löglegur í leik ÍA og KR í 8. umferð Pepsi Max-deildarinnar sem fram fer á laugardaginn.

Björgvin var dæmdur í fimm leikja bann fyrir ummæli sín í beinni netútsendingu á Haukar TV þar sem hann lýsti leik Hauka og Þróttar í Inkasso-deild karla. Þar hafði Björgvin eftirfarandi ummæli eftir sér, „Þetta er það sem ég er alltaf að segja, það er svo stutt í villimannseðlið hjá svarta manninum."

KR og Björgvin Stefánsson hafa áfrýjað leikbanninu sem Björgvin var dæmdur í af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í síðustu viku.

Í reglugerð KSÍ kemur fram að áfrýjun mála frestar réttaráhrifum úrskurðar að undanskildum sjálfkrafa leikbönnum. Þar sem bæði KR og Björgvin hafa áfrýjað dómnum tekur dómurinn því ekki gildi strax.

Úr reglugerð KSÍ:
17.4. Áfrýjun mála frestar réttaráhrifum úrskurðar að undanskildum sjálfkrafa leikbönnum skv. 13. grein sem leikmenn taka út þegar í stað.
9.1. Dómur dómstólsins skal kveðinn upp svo fljótt sem verða má eftir að gagnaöflun telst lokið og málið tekið til dóms og leitast skal við að kveða upp dóm innan viku frá dómtöku málsins.

8. umferð Pepsi Max-deildarinnar:

föstudagur 14. júní
19:15 Fylkir-Breiðablik (Würth völlurinn)
19:15 Víkingur R.-HK (Víkingsvöllur)
19:15 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

laugardagur 15. júní
16:00 ÍA-KR (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-ÍBV (Origo völlurinn)
17:00 KA-Grindavík (Greifavöllurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner