Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. júní 2019 15:30
Elvar Geir Magnússon
Denis Suarez: Náði ekki að verða 50% heill hjá Arsenal
Denis Suarez.
Denis Suarez.
Mynd: Getty Images
Denis Suarez segist vilja gleyma síðasta tímabili sem fyrst en spænski miðjumaðurinn var að glíma við mjaðmarmeiðsli.

Hann var lánaður frá Barcelona til Arsenal um mitt tímabil og segist ekki hafa náð að verða 50% heill á tíma sínum hjá Arsenal. Hann kom aðeins við sögu í sex leikjum með enska liðinu.

Suarez er á sölulista hjá Barcelona og vill sjálfur komast burt.

„Eftir annan leikinn fyrir Arsenal var ég mjög kvalinn. Eftir það leið mér illa á æfingum og þurfti að taka verkjastillandi lyft. Ég tel mig ekki hafa náð að verða 50% heill eftir að ég var búinn að vera 15 daga hjá Arsenal." segir Suarez.

„Ég vil gleyma þessu tímabili en samt læra af því. Það sem ég vil gera er að spila fótbolta. Ég tel að ég muni ekki fá tækifæri til þess að spila reglulega hjá Barcelona."

„Ég vil helst vera áfram á Spáni og spila í La Liga. Ég er mjög hrifinn af ensku úrvalsdeildinni en mín fyrsta vera þar gekk ekki vel. Ég væri því til í að spila áfram á Spáni."
Athugasemdir
banner
banner
banner