Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. júní 2019 16:31
Elvar Geir Magnússon
Hazard kynntur á Bernabeu í kvöld - Svakaleg mæting
Hazard stóðst læknisskoðun í dag.
Hazard stóðst læknisskoðun í dag.
Mynd: Twitter
Það verður væntanlega mikið stuð á Bernabeu leikvangnum í kvöld þegar belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard heldur bolta á lofti í formlegri kynningu hans fyrir framan stuðningsmenn Real Madrid. Það er ljóst að mætingin verður svakaleg.

Real Madrid staðfesti kaupin á Hazard frá Chelsea síðasta föstudag.

Í dag fór Hazard í læknisskoðun og flaug í gegnum hana og framundan er kynning og svo fréttamannafundur.

Hazard verður í treyju númer 7 en mikil spenna er meðal stuðningsmanna Real Madrid fyrir komu hans. Marca segir að engu verði til sparað á kynningunni í kvöld.

Serbneski sóknarmaðurinn Luka Jovic fékk kynningu í gær en hans kynning var snemma dags. Kynningin á Hazard verður 7 í kvöld að staðartíma en það er gert til að fá enn fleiri til að mæta.


Athugasemdir
banner
banner
banner