Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 13. júní 2019 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hope Solo um 13-0 sigurinn: Erfitt að horfa á sum fögnin
Mynd: Getty Images
Hope Solo, fyrrum markvörður bandaríska landsliðsins, skrifaði í gær pistil í Guardian um 13-0 sigur Bandaríkjanna á Taílandi á HM kvenna í Frakklandi.

Solo er 37 ára og lék 202 landsleiki. Hún vann HM 2015 ásamt þess að krækja í tvö Ólympíugull á sautján ára landsliðsferli.

Sigur Bandaríkjanna gegn Taílandi er sá stærsti í sögu HM kvenna. Bandaríkin leiddu andstæðinga sína til slátrunar og fögnuðu leikmenn liðsins hverju marki af ákefð og innlifun.

Margir telja að með því hafi liðið sýnt andstæðingum sínum vanvirðingu.

Hope Solo tjáir sig um málið, en hún skrifar:

„Hefðu Bandaríkin átt að taka fótinn af bensíngjöfinni gegn Taílandi? Alls ekki. Þegar þú virðir andstæðinginn þá ferðu allt í einu ekki að sitja til baka og reyna ekki að skora. Þetta er Heimsmeistaramótið."

Hún telur þó að þær bandarísku hefðu átt að minnka fagnaðarlætin eftir því sem leið á.

„Það var erfitt að horfa á sum fögnin miðað við það hvernig staðan var. Þú vilt að leiknum sé fagnað og þú vilt að leikmenn skemmti sér, en á sama tíma fannst mér sum fögnin vera svolítið mikið. Sum fögnin virtust plönuð og ég veit að sumir leikmenn hugsa mikið um það hvernig þær ætli að fagna. Það er ekki alltaf nauðsynlegt. Við erum ekki búin að vinna mótið."

Smelltu hér til að lesa pistilinn í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner