Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 13. júní 2019 22:16
Þórhallur Valur Benónýsson
Jón Þórir: Þeir eru hættulegir
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari karlaliðs Fram var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Gróttu í kvöld. Hann sagðist óviss um hvort að tvö mörk Gróttu hefðu átt að standa.

„Ég held að jöfnunarmarkið hafi aldrei verið mark. Boltinn fór líklega aldrei yfir línuna en dómarinn dæmdi það mark og svo náðu þeir að skora þarna. Þeir hengdu langa bolta fram enda með sterkan mann frammi þegar Pétur kom inn á og þeir náðu að hirða rebound og skora."

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Fram klúðraði mörgum góðum færum í leiknum og voru óheppnir að nýta ekki einhver þeirra.

„Á fyrstu 88 mínútunum hefðum við átt að vera löngu búnir að gera út um leikinn. Stundum fellur þetta ekki, við vissum að þeir myndu gefa færi á sér. Við pressuðum á þá og áttum urmull af færum, þar á meðal einhver þrjú eða fjögur skot í stöng eða slá."

Fram virtist leggja upp í leikinn með þá stefnu að leyfa Gróttu að spila stutt úr vörninni og pressa þá hratt.

„Við vitum að þeir vilja spila honum og við erum ágætir í að pressa en þeir spiluðu sig líka stundum út úr því og þá eru þeir hættulegir. Þeir eru flott ungt lið og eru að reyna að spila fótbolta. Manni finnst það bara aðdáunarvert."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner