fim 13. júní 2019 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nýr völlur Everton á að endurspegla umhverfið í kringum völlinn
Beðið er eftir því að Everton birti myndir af nýjum leikvangi sínum. Þetta er mynd af Goodison Park, núverandi heimavelli félagsins.
Beðið er eftir því að Everton birti myndir af nýjum leikvangi sínum. Þetta er mynd af Goodison Park, núverandi heimavelli félagsins.
Mynd: Getty Images
Everton er að undirbúa sig undir það að flytja af heimavelli sínum, Goodison Park. Félagið ætlar að færa sig yfir á nýjan leikvang við hafnarsvæðið Bramley-Moore Dock.

Völlurinn á að endurspegla umhverfið í kringum nýja leikvanginn. Svæðið í kring er á heimsmynjaskrá UNESCO og vill Everton passa upp á að leikvangurinn muni ekki skemma útlitslega fyrir svæðinu.

Engar myndir eru tilbúnar af leikvanginum en þær eiga eftir að birtast seinna í sumar. Bramley-Moore Dock er í um tveggja mílna (rúmlega 3 km) fjarlægð frá Goodison Park.

Gert er ráð fyrir því að völlurinn taki ríflega 50 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner