Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 13. júní 2019 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Sverrir Ingi staðráðinn í að koma sér inn í liðið hjá PAOK
Sverrir Ingi Ingason.
Sverrir Ingi Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Varnarmaðurinn, Sverrir Ingi Ingason gekk í raðir PAOK í Grikklandi í janúar á þessu ári en fékk fá tækifæri með liðinu. Hann kom aðeins við sögu í einum leik með liðinu í grísku úrvalsdeildinni.

PAOK urðu grískir meistarar á nýafsöðnu tímabili. Sverrir Ingi segist hafa verið meðvitaður um það þegar hann gekk í raðir félagsins frá rússneska félaginu Rostov að tækifærin yrðu fá fyrstu mánuðina.

„Ég vissi að á þessum tímapunkti sem ég kem inn í félagið að liðið væri í frábæri stöðu og í toppsætinu, að spila vel og ekki enn búnir að tapa leik. Ég vissi að fyrstu sex mánuðirnir væru meiri undirbúningur að koma mér inn í lífið í Grikklandi og kynnast leikmönnum og félaginu í heild sinni," sagði Sverrir Ingi í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku í aðdraganda landsleikjanna tveggja gegn Albaníu og Tyrklandi.

„Núna er ég staðráðinn í því að koma inn í undirbúningstímabilið og reyna að vinna mér inn sæti í liðinu fyrir næsta tímabil. Auðvitað vildi ég alltaf spila meira en ég vissi að ég væri að fara inn í lið sem ég væri ekki að fara spila eins mikið og ég hef verið að gera í undanförnum liðum. Það er líka challange og ég þarf að vera tilbúinn til að berjast fyrir mínu sæti í liðinu í sumar."

Hann segir liðið vera vel mannað, með sterka leikmenn og hafi átt gott tímabil.

„Ég vissi að það þyrftu einhver meiðsli eða eitthvað að koma fyrir svo ég myndi fá minn séns en núna byrja allir á núlli á nýju tímabili og ég er staðráðinn í að búa til minn eigin séns," sagði Sverrir Ingi.

Viðtalið er hægt að sjá hér að neðan.
Sverrir Ingi: Þurfum að láta vélina malla aftur
Athugasemdir
banner
banner
banner