Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 13. júní 2019 17:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wesley verður dýrasti leikmaður í sögu Aston Villa
Mynd: Getty Images
Aston Villa hefur komist að samkomulagi við belgíska félagið Club Brugge um kaup á brasilíska sóknarmanninum Wesley. Þetta segir í tilkynningu frá félaginu.

Hann á eftir að fá atvinnuleyfi svo hægt sé að ganga frá félagaskiptunum.

Talið er að kaupverðið sé 22 milljónir punda en það mun gera hann að dýrasta leikmanni í sögu félagsins.

Wesley er 22 ára og hefur verið hjá Club Brugge síðastliðnar fjórar leiktíðir þar sem hann hefur hjálpað liðinu að vinna belgísku úrvalsdeildina tvisvar. Hann skoraði 17 mörk á síðasta tímabili.

Aston Villa mun leika á nýjan leik í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

Birkir Bjarnason er á mála hjá Aston Villa, en það er spurning hvort hann verði þar áfram. Hann spilaði lítið á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner