Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 13. júní 2022 19:53
Brynjar Ingi Erluson
„Auðvitað á gagnrýni rétt á sér þegar illa gengur en það verður að hrósa þegar eitthvað er vel gert"
Hannes Þór og Rúrik heyrðu í Kára eftir mark Jóns Dags
Hannes Þór og Rúrik heyrðu í Kára eftir mark Jóns Dags
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska liðið fagnar markinu
Íslenska liðið fagnar markinu
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Íslenska karlalandsliðið er að gera 1-1 jafntefli við Ísrael í hálfleik í Þjóðadeildinni.

Jón Dagur Þorsteinsson kom Íslandi yfir með frábærum skalla eftir langt innkast í byrjun leiks áður en Ísrael jafnaði metin undir lok fyrri hálfleiks.

Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason ræddu stöðuna í hálfleik.

„Ég var ánægður með þennan hálfleik en ótrúlega sorglegt að þetta hafi dottið inn þarna. Erfitt og leiðinlegt eftir að við höfum lagt mikið í leikinn. Mér fannst vera orka og kraftur í okkar leik, þannig þetta var smá högg í kviðinn að fá þetta mark en við rífum okkur vonandi upp úr því," sagði Hannes.

Rúrik var sammála og talar um að fyrstu tuttugu mínúturnar voru frábærar. Við erum að sjá breytingar á liðinu og pressan mun betri en í síðustu leikjum.

„Mér fannst við byrja þennan leik frábærlega og þessar taktísku áherslur sem við höfum óskað eftir í síðustu leikjum, þær voru þarna og búið að laga þær. Hafsentarnir voru að koma með í pressuna og bakverðirnir. Við vorum að pressa sem lið og frábær byrjun, verð að gefa þeim það. Ísraelarnir finna glufur um leið og við hættum að fara upp með hafsentana og bakverðina í pressuna þá finna þeir þessi millisvæði og hleyptum þeim inn í leikinn með röngum færslum."

„Auðvitað. Það getur ekki annað verið að það sé einhver örlítil pressa á þjálfurunum. Eins og við höfum kannski upplifað og verið að gera sjálfir, er að gagnrýna liðið. Það er pláss fyrir bætingar en við erum að sjá sérstaklega í byrjun þessar bætingar eru algjörlega til staðar sem við höfum verið að óska eftir. Auðvitað á gagnrýni rétt á sér þegar illa gengur en við verðum líka að hrósa þegar eitthvað vel er gert og það var svo sannarlega fyrstu tuttugu mínúturnar."


Markið sem Jón Dagur skoraði var einkar glæsilegt og voru strákarnir ekki lengi að fá skilaboð frá Kára Árnasyni sem er á Spáni og var því ekki með í umræðunni í kvöld.

„Kári Árna sem situr á Spáni að horfa á leikinn var ekki lengi að senda okkur. Þetta er hans 'signature' flikk skalli sem Daníel Leó fer upp í og vinnur vel en frábært finish hjá Jóni Degi sem hefur verið ásamt Hákoni ljósu punktarnir í dag. Það er einn annar leikmaður sem mig langar að hrósa, Arnór Sigurðsson, sem er að fara í gegnum endurnýjun lífdaga. Búinn að vera frábær í dag," sagði Rúrik og tók Hannes undir.

„Hversu góður skalli er þetta. Mér finnst ekki nógu mikið tala um þetta. Erfitt að koma úr djúpinu, ná þessum krafti og nikka honum yfir markvörðinn sem einhverjir vildu meina að væri seinn í löppunum en verðum við ekki að gefa honum það að þetta var frábær skalli."

„Ótrúlegt mark hjá honum og þetta gladdi okkur ekkert eðlilega að sjá. Þetta er af gamla góða teikniborðinu, langt innkast, flikk og mark. Þessi skalli er magnaður,"
sagði hann um markið.
Athugasemdir
banner
banner
banner