Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 13. júlí 2015 11:57
Elvar Geir Magnússon
Þriðja tilboði Kaiserslautern í Jón Daða hafnað
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðarblaðið í Stafangri segir frá því að norska úrvalsdeildarfélagið Viking hafi í þriðja sinn hafnað tilboði frá þýska B-deildarliðinu Kaiserslautern í íslenska landsliðsmanninn Jón Daða Böðvarsson.

Sagt er að nýjasta tilboð þýska félagsins hafi hljóðað upp á 58 milljónir íslenskra króna en Jón Daði er á lokaári samnings síns við Viking.

Hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri gegn Álasundi um liðna helgi.

„Það yrði frábært skref fyrir mig að fara til Þýskalands. Ég hef alltaf verið hrifinn af þýska boltanum. Kaiserslautern er stórt félag og þýska B-deildin er mjög sterk deild og þeir hafa alltaf sett stefnuna að komast aftur í Bundesliguna. Það er einn af mínum draumum að spila í Þýskalandi," sagði Jón Daði við Fótbolta.net nýlega.
Athugasemdir
banner
banner
banner