fös 13. júlí 2018 22:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Tvö rauð spjöld í sigri Dalvíkur/Reynis
Þröstur Mikael skoraði sigurmarkið.
Þröstur Mikael skoraði sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Dalvík/Reynir 3 - 2 Augnablik
0-1 Arnór Brynjarsson ('6)
1-1 Nökkvi Freyr Þórisson ('19)
1-2 Kristján Ómar Björnsson ('24)
2-2 Angantýr Máni Gautason ('67)
3-2 Þröstur Mikael Jónsson ('83)
Rautt spjald: Magnús Aron Sigurðsson, Augnablik ('39), Jökull Elísabetarson, Augnablik ('93)

Einn leikur var í 3. deild karla í kvöld. Augnablik fór norður og mætti þar Dalvík/Reyni.

Augnablik byrjaði leikinn betur og komst yfir á sjöttu mínútu. Dalvík/Reynir jafnaði á 19. mínútu en aftur komst Augnablik yfir á 24. mínútu og var þar að verki Kristján Ómar Björnsson, þjálfari Hauka í Inkasso-deildinni.

Rétt fyrir leikhlé fékk Magnús Aron Sigurðsson að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt - gestirnir einum færri.

Dalvík/Reynir nýtti sér liðsmuninn og breytti stöðunni úr 2-1 í 3-2 í seinni hálfleiknum. Sigurmarkið kom á 83. mínútu. Í uppbótartíma fékk Augnablik sitt annað rauða spjald og í þetta skiptið var það Jökull Elísabetarson sem fékk reisupassann.

Hvað þýða þessi úrslit?
Dalvík/Reynir styrkir stöðu sína á toppi deildarinnar og er nú með fjögurra stiga forystu. Liðið í öðru sæti, KFG, á þó leik til góða. Augnablik er í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner