Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. júlí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Cahill vill ræða við Southgate um framtíð sína í landsliðinu
Gary Cahill hefði viljað spila meira á heimsmeistaramótinu.
Gary Cahill hefði viljað spila meira á heimsmeistaramótinu.
Mynd: Getty Images
Gary Cahill kom aðeins við sögu í einum leik á heimsmeistaramótinu og hann vill ræða við Gareth Southgate, þjálfara landsliðsins um framtíð sína með liðinu.

Cahill spilaði 90. mínútur í leik Englands og Belgíu í riðlakeppni heimsmeistaramótsins þar sem liðið tapaði gegn Belgíu. Voru það einu mínútur leikmannsins á mótinu.

Ég mun eiga góðar viðræður við stjórann varðandi framtíð mína á næst mánuðum,” sagði Cahill.

Cahill sem er 32. ára gamall hefur spilað 61 landsleik fyrir þjóð sína en virðist ekki vera sáttur við núverandi stöðu sína. Hann snýr nú aftur til félagsliðs síns og mun þurfa að berjast áfram um stöðu sína í byrjunarliðinu þar.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner