Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 13. júlí 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Chelsea ætlar að nota SMS á Costa í baráttunni við Conte
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte var í morgun rekinn frá Chelsea eftir margra mánaða óvissu í kringum starf hans. Maurizio Sarri, fráfarandi stjóri Napoli, tekur við starfi hans á næstu dögum.

Samkvæmt frétt Sky ákvað Chelsea að reka Conte eftir erfið samskipti við stjórn félagsins og við nokkra leikmenn.

Chelsea reyndi ítrekað í sumar að gera starsflokasamning við Conte en Ítalinn vildi það ekki. Conte stýrði því fyrstu æfingum Chelsea eftir sumarfrí áður en hann var rekinn í dag.

Lögfræðingar Conte vilja að hann fái níu milljónir punda greiddar fyrir árið sem hann átti eftir af samningi sínum. Chelsea ætlar hins vegar í hart við hann og reyna að svipta hann réttinum á þeim greiðslum.

Líklegt er að málið fari fyrir dómstóla en Chelsea vill meina að Conte hafði brotið samninga með hegðun sinni sem stjóri.

SMS skilaboð sem Diego Costa fékk frá Conte í fyrra er lykillinn í baráttu Chelsea. Conte tilkynnti Costa þar að hann væri ekki í áætlunum sínum hjá Chelsea.

Félagið vill meina að þar hafi Conte ekki sýnt fagmennsku og félagið ætlar að nota þetta fyrir dómstólum þegar starsflokagreiðslan verður tekin fyrir.
Athugasemdir
banner
banner
banner