Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 13. júlí 2018 07:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Fulham bætist við í kapphlaupið um Zinchenko
Zinchenko í leik með Manchester City.
Zinchenko í leik með Manchester City.
Mynd: Getty Images
Það var brjálað að gera á skrifstofunni hjá Fulham í gær þar sem þeir bættu við sig þeim Jean Michel Seri og Maxime Le Marchand frá Nice.

Svo virðist sem Fulham sé rétt að byrja en heimildir herma að þeir hafi nú bæst við í kapphlaupið um miðjumann Manchester City, Oleksandr Zinchenko.

Þessi 21. árs gamli leikmaður er eftirsóttur af þó nokkrum liðum og Wolves hefur meðal annars verið sagt íhuga tilboð upp á 16 milljónir punda í leikmanninn.

Það verður að teljast líklegt að aukin samkeppni um leikmanninn þýði að verðmiðinn á honum muni hækka eitthvað, það er þá bara spurning til hvaða nýliða í ensku úrvalsdeildinni Zinchenko mun fara.
Athugasemdir
banner
banner