Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fös 13. júlí 2018 21:11
Elvar Geir Magnússon
Logi Ólafs: Óskynsamlegt hjá Davíð
Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, er að sjálfsögðu hæstánægður með að hans menn hafi náð að tengja saman þrjá sigurleiki í Pepsi-deildinni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Keflavík

„Keflavík er með gott fótboltalið þó það sé í þessari stöðu. Það er ekki auðvelt að spila á móti þeim," sagði Logi eftir sigurinn gegn Keflavík í kvöld.

„Það er mjög gott (að ná þremur sigrum í röð) og það sýnir sig hvað er stutt á milli. Við höfum aðeins slitið okkur frá því sem er að gerast fyrir neðan, í bili allavega."

Davíð Örn Atlason, leikmaður Víkings, fékk rauða spjaldið í uppbótartíma.

„Það er bara afleitt (að missa hann í bann), óskynsamlegt af honum að gera þetta. Þó maður sé pirraður þá verður maður að átta sig á því hver viðurlögin eru við þessu."

Kári Árnason meiddist á æfingu í gær og gat því ekki spilað sinn fyrsta leik fyrir Víkinga í kvöld.

„Kári meiddist lítillega æfingu í gær. Þetta er smávægileg tognun," segir Logi sem vonast eftir því Kári verði klár í bikarleikinn gegn Víkingi Ólafsvík í 8-liða úrslitum sem verður á miðvikudaginn.
Athugasemdir
banner
banner