Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 13. júlí 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Modric myndi fórna Meistaradeildarmedalíunum
Luka Modric er búinn að vera einn besti maður Heimsmeistaramótsins.
Luka Modric er búinn að vera einn besti maður Heimsmeistaramótsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luka Modric og félagar í króatíska landsliðinu eru að fara að spila úrslitaleikinn á HM á sunnudaginn. Í Króatía búa aðeins rúmlega 4 milljón manns, en í Frakklandi, sem er mótherji Króatíu í úrslitaleiknum, búa um 67 milljónir.

Króatía er ein besta íþróttaþjóð heims og er með frábært íþróttafólk í flestum íþróttum.

Ef liðið verður Heimsmeistari á sunnudaginn verður það stærsta íþróttaafrek í sögu Króatíu en Modric, fyrirliði Króata, væri til í að gefa margt fyrir sigur í leiknum.

Modric er á mála hjá Real Madrid og þar hefur hann unnið allt sem hann mögulega hefur getað unnið þar á meðal Meistaradeildina fjórum sinnum.

Hann væri hins vegar til í að fórna Meistaradeildarmedalíum sínum fyrir Heimsmeistarabikarinn.

„Ég myndi skipta á því að vinna Meistaradeildina fjórum sinnum fyrir það að vinna HM einu sinni," sagði Modric.

„Hvað sem gerist í úrslitaleiknum er þetta stærsta saga í sögu króatískra íþrótta. Við þráum það allir að verða meistarar. Við höfum allt sem lið þarf til þess að verða Heimsmeistari."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner