Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 13. júlí 2018 08:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Nýjasti leikmaður Barcelona lítur upp til Iniesta og Xavi
Arthur er kominn til Barcelona.
Arthur er kominn til Barcelona.
Mynd: Getty Images
Abidal er ánægður með að hafa nælt í Arthur.
Abidal er ánægður með að hafa nælt í Arthur.
Mynd: Getty Images
Nýjasti leikmaður Barcelona, Arthur Melo er hrifinn af því að vera borinn saman við Iniesta og Xavi, tveimur helstu stjörnum Barcelona á 21. öldinni en segist ennfremur ákveðinn í að sanna sig sem hann sjálfur.

Arthur er ákveðinn í því að líkja eftir árangri fyrirmynda sinna en leikmaðurinn gekk til liðs við Barcelona fyrir 40 milljónir evra frá Gremio í byrjun vikunnar.

Arthur er hugsaður sem arftaki Paulinho sem er farinn aftur til Guangzhou Evergrande. Talið var að Arthur yrði sendur aftur á lán til Brasilíu en það varð ekkert úr því fyrst að Iniesta ákvað að yfirgefa félagið.

Það er stórkostlegt að vera borinn saman við svo frábæra leikmenn. Ég fel ekki ástríðu mína fyrir þessum tveimur leikmönnum. Ég hef alltaf dáðst að þeim,” sagði Arthur.

Þeir eru svipaðir leikmenn en ég get ekki sagt hver er líkastur mér. Ég er Arthur. Ég á ferilinn eftir. Ég verð að sýna hvað ég get. Fólk veit hvað þessir tveir gerðu. Ég get notað þá sem fyrirmyndir vegna þess sem þeir afrekuðu fyrir þennan klúbb. Ég mun vinna að því að komast eins nálægt þeim og hægt er. ”

Eric Abidal kom Arthur til félagsins og er ánægður með að hafa nælt í leikmanninn.

Stíll hans hentar félaginu vel. Fyrir hann er gott að hafa tíma til þess að aðlagast, vera hérna fyrir undirbúningstímabilið en ekki í janúar eins og upphaflega planið var,” sagði Abidal.
Athugasemdir
banner
banner
banner