Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 13. júlí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óboðinn gestur tók fallhlífastökk á nýjum velli Tottenham
Frá New White Hart Lane.
Frá New White Hart Lane.
Mynd: Getty Images
Tottenham mun spila á nýjum heimavelli á næstu leiktíð. New White Hart Lane er í byggingu en búist er við því að hann verði klár í byrjun næsta leiktímabils.

Völlurinn mun taka rúmlega 60 þúsund áhorfendur og verður með glæsilegasta móti.

Tottenham er með beint streymi frá leikvanginum í gangi á öllum stundum en nú er hafin rannsókn vegna þess að óboðinn gestur klifraði upp völlinn og tók fallhlífastökk niður.

Þetta náðist á myndbandi með hjálp streymisins sem er alltaf í gangi. Myndband af þessu var birt á Twitter.

Talsmaður Tottenham segir í samtali við Mirror að málið sé til rannsóknar og verið sé að athuga hvernig þessi einstaklingur komst þarna upp.

Tottenham spilar sinn fyrsta leik á vellinum þann 15. september næstkomandi, gegn Liverpool.



Athugasemdir
banner