Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 13. júlí 2018 20:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-deildin: Víkingar komnir á ágætis skrið
Unnu sinn þriðja sigur í röð gegn lánlausum Keflvíkingum
Arnþór Ingi skoraði sigurmarkið fyrir Víking í kvöld.
Arnþór Ingi skoraði sigurmarkið fyrir Víking í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Keflavík færist nær Inkasso-deildinni.
Keflavík færist nær Inkasso-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 0 Keflavík
1-0 Arnþór Ingi Kristinsson ('4 )
Rautt spjald: Davíð Örn Atlason , Víkingur R. ('90)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur er á góðu skriði í Pepsi-deild karla en þeir lögðu slakasta lið deildarinnar hingað til, Keflavík, að velli í kvöld. Það gengur gjörsamlega ekkert hjá Keflavík sem hefur ekki skorað deildarmark síðan 4. júní síðastliðinn.

Enginn Kári enn hjá Víkingum
Miðvörðurinn Kári Árnason samdi við Víking áður en HM í Rússlandi hófst. Kári spilaði með Íslandi á mótinu, en Ísland féll úr leik í riðlakeppninni.

Það eru orðnar rúmar tvær vikur síðan Ísland féll úr leik en Kári hefur ekki enn spilað fyrir Víking.

Hann var ekki í leikmannahóp í kvöld en var skráður í liðsstjórnina. Mögulega eitthvað meiddur. Það kemur líklegast í ljós betur á eftir þegar viðtöl skila sér.

Þrír sigrar í röð
Þrátt fyrir að Kári var ekki með þá voru Víkingar sterkir í þessum leik og þeir náðu að halda hreinu - kannski ekki skrítið þar sem mikið sjálfstraust vantar hjá Keflavík. Guðlaugur Baldursson hætti sem þjálfari Keflavíkur í vikunni og stýrði Eysteinn HúnI Hauksson liðinu í Fossvoginum í kvöld.

Það var aðeins eitt mark skorað í þessum leik og það tók ekki langan tíma að fá það. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði aðeins eftir fjórar mínútur.

„Þetta tók ekki langan tíma!!! Arnþór Ingi skorar með fínu skoti úr teignum eftir fyrirgjöf frá Jörgen Richardsen sem óð upp vinstri vænginn. Þetta var ákaflega auðvelt!" skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu frá leiknum.

Það voru ekki rosaleg gæði í þessum leik og það voru ekki fleiri mörk skoruð og dugði mark Arnþórs á fjórðu mínútu til sigurs.

Hvað þýða þessi úrslit?
Þetta var þriðji sigur Víkinga í röð og er liðið komið upp í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig. Keflavík heldur áfram að sökkva nær Inkasso-deildinni.

Keflavík er ekki búið að vinna leik í sumar - liðið er á botni deildarinnar með þrjú stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner