fös 13. júlí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Rooney: Veit ekki af hverju Everton vildi losna við mig
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney segir að Everton hafi látið það skýrt í ljós að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu. Rooney fór frá uppeldisfélagi sínu í sumar og gekk í raðir DC United í Bandaríkjunum.

Hinn 32 ára gamli Rooney kom aftur til Everton í fyrra eftir dvöl hjá Manchester United.

„Auðvitað var ég ekki að spila eins mikið og ég hefði viljað hjá Manchester United en ég hefði auðveldlega getað klárað þessi tvö ár sem ég átti eftir af samningi mínum og þegið launin," sagði Rooney.

„Ég vildi hins vegar spila svo ég fór aftur til Everton og var þar í eitt ár. Eins og ég hef sagt áður þá lét Everton skýrt í ljós í lok tímabilsins að félagið væri til í að láta mig fara."

„Ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Ég taldi að ég væri að standa mig ágætlega. Ég var markahæstur í liðinu þrátt fyrir að spila mest á miðjunni á tímabilinu."

„Svona er hins vegar fótboltinn. Þetta varð til þessa að ég varð að taka ákvörðun og ég tók þessa ákvörðun."


Rooney spilar sinn fyrsta leik í MLS deildinni annað kvöld þegar DC United mætir Vancouver Whitecaps.
Athugasemdir
banner
banner